http://www.makepovertyhistory.org

Tuesday, May 24, 2005

Víkingalottó á morgun

Svona ef lottóvinningurinn myndi falla í skaut einhvers mjög svo velviljuðum mér vil ég benda viðkomandi á að málverk eftir Mark Ryden myndi gleðja mig afskaplega.
.
|

Listin að næla sér í húsnæði og fá milljón $ hugmynd í leiðinni

Í gærkvöldi skelltum við litla útigangsfjölskyldan okkur í langþráðan leiðangur, nefnilega að skoða íbúð sem var auglýst til leigu. Reynsla okkar af seinustu leigusölum hefur náð hápunktum með lýsingarorðinu ömurlegt og síðan þaðan af verra. Reynslunni ríkari strunsuðum við því af stað með brýndar tennur og pírð augu, við því búin að mæta taugaveikluðu, snarsturluðu leigusalaskrímsli með hundaæði og klofinn persónuleika sem skipti á tíu sekúndna fresti milli draugsins Gláms og Dr. Frank-n-Furter úr Rocky horror. Við stilltum við okkur upp fyrir framan hurðina ég með tréfleiginn og hamarinn til taks, frúin með vígt vatn í ilmvatnsflösku og Bjarnadóttir hin yngri með hvítlaukskrans um hálsin . Hurðin opnaðist ofurhægt og við ruddumst inn, staðráðin í að láta ekki skella á okkur. Hlupum inn á mitt stofugólf og snérum bökum saman við öllu búin. Ég hvessti augunum á skuggana við dyrnar og öskraði.RAKI , REIMLEIKI EÐA ROTTUGANGUR? í áttina að skuggunum meðan frúin sveiflaði jakkanum til hliðar þannig að það glytti í ilmvatnsglasið undir beltinu og dóttirin hvæsti og stappaði niður fótum. ÞIÐ VILJIÐ AUÐVITAÐ FÁ 800 000 Á VIKU FYRIR ÞESSA KOMPU YKKAR hvæsti ég og setti upp Dirty Harry augnaráðið. Ég ætlaði að hamra járnið meðan það væri heitt og fara að öskra eitthvað fleira þegar ég heyri mælt "góða kvöldið ég heiti Þórður. Mér varð svo mikið um að ég missti hamarinn og vampírufleiginn úr höndunum, hrökklaðist 3 skref afturábak, glennti upp augun og sagði. "Guði sé lof , þú virkar bara nokkuð eðlilegur". Hjónin fyrir framan okkur minntu ekki mikið á geðsjúklinga eða raðmorðingja, þvert á móti. Hins vegar horfðu þau á mig eins og það væri eitthvað að mér og kona mín og dóttir sendu mér augnaráð eins og ég hefði selt þeim vél úr Trabant í nýja Bensinn þeirra. Kannski var þessi hertækni mín aðeins of óhefluð, kannski hefði ég átt að sleppa vampýrumorðtólunum, kannski er hægt að selja svona vígt vatn í spreybrúsum. Þetta flaug í gegn um huga minn meðan ég stóð algjörlega stjarfur á miðju stofugólfinu. Á meðan að frúin útskýrði málin, margbaðst afsökunar á framkomu okkar, skoðaði íbúðina, þvottahúsið og hjólageimsluna og kom auðvitað frábærlega fyrir. Það næsta sem ég veit er að tekið er í hendina á mér og ég segi Heklu segja. "Við skulum koma pabbi, það er best að þú leggir þig". Ekki veit ég hvaða töfrum frúin hefur beitt eða hvort þau hafa bara séð svona miklar aumur á okkur en íbúðina fengum við og flytjum þangað í næstu viku. Eitt situr þó verulega í mér eftir þessa reynslu. Ætli það sé hægt að selja vígt vatn í fallegum spreybrúsum?
|

Wednesday, May 18, 2005





Your Inner European is Swedish!









Relaxed and peaceful.

You like to kick back and enjoy life.



Mér finnst þetta ekkert sniðugt.

Samkvæmt Blogthings .com virðist ég vera SÆNSKUR KRATI.

|

Tuesday, May 17, 2005

Netakaup og grænmygluheili

Það er bögg að vera bloggari. Ég hef svo mikið samviskubit yfir bloggleysi mínu og vonbrigðum dyggra lesenda minna sem hljóta að vera farnir að fylla hálfan tug eða svo að ég er á jaðri taugaáfalls. Ég er reyndar tæplega nettengdur eins og er en það er varla gild afsökun í nútímasamfélagi þar sem fólk vafrar um netið í flugvélum yfir miðju Kínahafi eða jafnvel á ísskápunum sínum sem eru sumir hverjir víst nettengdir. Og síðan hef ég aðgang að antík tengingu þ.a.e.s. símalínu foreldra minna, sem er svona doldið eins og að vera komin í sveitasæluna þar sem hlutirnir gerast á hraða snigilssins. Reyndar standa þessi tengingarmál til bóta þar sem ég batt skóna á frúna og dreif hana í netabúðina að versla okkur adsl. Afgreiðslukonan horfí á okkur eins og við hefðum verið að skríða út úr helli og værum að biðja hana að kenna okkur að kveikja eld, enda augljóslega nútímakvendi með allskyns snúrur úr hausnum á sér, míkrafón við munninn og eitthvað undratæki með blikkljósum í hægra eyranu. Mér stóð stuggur af þessari konu og steinhætti strax við að biðja um afsl. tengingu, hún hefði ábyggilega ekki tekið því vel. Ég hef nefnilega séð svona konur áður, í sjónvarpinu. Nánar tiltekið í Star Trek þáttunum og þess vegna bar ég strax kennsl á leiserbyssuna við hlið dulbúna símtækissins á borðinu, ég stóð upp, beið við dyrnar og ákvað að láta hina fölu frú sjá um viðskiptin. Átti hálfpartinn von á að Klingoninn við borðið segði með gjallandi málmröddu að við værum ólögleg eintök á þessu tímaskeiði, við hefðum lent í rafeindagasslóð sem hefði myndað tímasamfellu og því miður væri það skylda hennar að eyða okkur. En auðvitað gerðist þetta ekki og eina háskakvendið sem lét mig kenna á því var mín heittelskaða sem setti mig í algjört Trek bann það sem eftir er. Þannig að nú er bara að skafa mygluna af heilanum og reyna að koma krílinu í gang og fara að skrifa einhverja óendanlega visku netið.

Yfir og út.
|