http://www.makepovertyhistory.org

Saturday, July 16, 2005

Brúðkaups/afmæli

Í dag eru liðin tuttuguogníu ár síðan að móður minni þóknaðist að hlunka mér inn í heiminn, vóg ég þá 3740 grömm og var 52 sentimetrar á lengd. Á þessum tuttuguogníu árum hefur mér tekist að seytjánfalda þyngd mína en lengd mín hefur aðeins margfaldast með 3,4. Ég hlýt að bera sterk útlitseinkenni fótbolta.

Barnsmóðir mín og kærasta unglingsára minna, Ingunn Stefánsdóttir gifti sig líka í dag og óska ég henni og Einari alls hins besta.

Ég hef ákveðið að halda þeim til heiðurs upp á brúðkaupsafmæli þeirra hjóna á hverju ári með því að bjóða mínum nánustu í kaffi og kökur
|

Tuesday, July 05, 2005

Ég hef verið með óráði undanfarna þrjá daga.

Hef legið upp í rúmi með talnabandið milli kaldsveittra fingranna og reynt að telja kindur af mikilli nákvæmni. Meðan að óráðið stóð sem hæðst taldi ég fullvíst að það hefði lagst á mig mara í líki svarts hunds og að afturgenginn köttur hefði ráðist á mig og klórað mig til ólífs. Inn á milli hef ég þó verið ágætlega samræðuhæfur og jafnvel mjög greindarlegur (sem verður þó sennilegast að skrifast á ofsahitann og ranghugmyndirnar). Allavega finnst mér þetta þokkalega útmogið.

Föli: (Með stjörf augu og rennsveitt andlit teygir titrandi hendurnar í átt að sinni heittelskuðu.)
Sigrún mín ég verð (smávægilegt hóstakast) verð að fá að ræða við þig.

Sigrún: Hvað er það?

Föli: (Grípur titrandi um hendur hennar og teygir hausinn í átt til hennar með mikilli áreynslu, sagt svo lágt að varla heyrist)
Ef ég lifi (hausinn fellur máttleysislega út á koddann) viltu þá lofa mér?

Sigrún: (Með óttablik í augum, færir eyrað upp að munn hans ) Já ástin mín, hvað sem er
.
Föli: Viltu þá lofa? (Notar alla sína orku til að reysa hausinn örlítið) Lofa að ég þurfi aldrei að fara aftur í Bónus að versla? (Hausinn fellur blýþungur á koddann, fellur í algjört öngvit)

Sigrún: Já astin mín auðvitað.


Það er skemmst frá því að segja að VIÐ höfum flutt öll okkar mat og nýlenduvöruviðskipti yfir í krónuna.
|