http://www.makepovertyhistory.org

Tuesday, September 06, 2005

Hver elur upp hvern??



Litla barnið mitt hún Hekla á afmæli í dag. Hún er algjör sólargeisli þessi stúlkukind og er endalaus uppspretta skemmtilegra vangaveltna og spurninga enda sækir hún greindina greinilega til móður sinnar. Að setjast niður og ræða málin við Heklu fer oft á annan veg en ég ætla mér. Maður hreinlega býst ekki við því að litla barnið sitt taki mann í bakaríið áður en maður er varla farinn að opna munninn. T.d fannst mér ástæða til að taka umgengismál heimilissins til umræðu um dagin með sérstakri áherslu á vistarverur téðs barns og settist ég því niður með henni í stofunni.

Ég: Hekla mín blablablablablabla bla blabla blablabla bla bla blablabla þú þarft að taka til í herberginu þínu á hverjum degi.

Hekla: Horfir á mig mæðuleg um stund. Pabbi. Á hverjum degi? Finnst þér það nú ekki fullmikið ég meina þú nennir því ekki einu sinni. Átt þú ekki að vera fyrirmynd hérna? Ég meina ég er bara barn sko. Ok ég skal gera við þig samning ég skal taka til í herberginu mínu þegar mér finnst þurfa þess og þú tekur til frammi þegar þér finnst þurfa þess.

Ég: Heilinn á mér fann engar færar árásar né flóttaleiðir út úr þessari klemmu þannig að ég sagði. Öööö Hmmmm öö

Hekla. Smellir fingrum. Mér finnst þetta nú bara sanngjarnt. Ég verð inn í herbergi ef þú þarft að tala við mig. Ég þarf nefnilega að taka til.

Hér er annað dæmi um leikni mína í rökræðum við sama barn

Eldri dóttir mín hún Bryndís er líka ansi lunkin í kollinum. Ég hef aldrei séð 10 standa eins oft á einkunaspjaldi og á því seinasta sem hún fékk. Nema þá ef skyldi vera frá námsárum mínum nema að hjá mér voru þessir tölustafir slitnir í sundur með kommu. Sem betur fer finnst Bryndísi ekki eins gaman að rökræða við föður sinn. Henni finnst mun skemmtilegra að vinna mig í skák eða skella á mig svínslega þungum spurningum um ólíklegustu hluti. Einu sinni fannst mér ég vera nokkuð flinkur að teikna, hugleiddi meira að segja að gera það að lífsviðurværi mínu. Þessi 12 ára dóttir mín hefur siglt fram úr mér á því sviðinu svo um munar og verð ég bara að segja eins og er að hún er alveg ótrúlega leikinn með blýantinn auk þess sem hún er farin að vinna mjög flotta grafík í tölvunni sinni. Einstaklega listræn og flink stelpa

Ég ætla að lokum að óska henni Heklu minni hjartanlega til hamingju með afmælið með einlægri ósk minni um að hún rökræði meira við móður sína næsta árið.



|

0 Comments:

Post a Comment

<< Home