Um hvernig ósk um lús varð að ásetningi um að hætta að reykja
Núna á dögunum fékk hinn föli faðir símtal. Ekki það að mér berist svo sjaldan símtöl að ég verði að monta mig sérstaklega af því. En þetta var mjög áhrifaríkt símtal. Á hinum enda línunnar var barnsmóðir mín, Inga sem ég á eldri dóttir mína Bryndísi með. Innihald símtalssins var í senn hrollvekjandi og spennandi. Þannig var nefnilega mál með vexti að Bryndís sem var þá nýfarin heim eftir helgina hafði verið svo morandi í lús við heimkomuna að móðir hennar bað hana mörgum sinnum að taka af sér húfuna. Ég reyndi að hljóma eðlilega en sennilegast hefur röddin titrað og tal mitt verið samhengislaust. "Við erum með lús" hrópaði ég um leið og samtalinu lauk, og greip um hausinn til að passa að þær myndu ekki sleppa. "Loksins erum við orðin alvöru íslendingar, eins og Jón Sigurðsson eða Jón Hreggviðsson, grálúsug og fín". Sagði ég af miklum eldmóð. Öðrum heimilismeðlimum fannst þetta ekki vera góð tíðindi og fóru að klóra sér sem mest þeir máttu. Hin föla móðir rauk til að finna þar til gerðan kamb. Ég dró yngri dóttur mína hana Heklu afsíðis og fór að úskýra fyrir henni af hverju það væri svona mikil blessun að vera með lús.
Ég: Veistu það Hekla að allar hetjur íslendingasagnanna voru grálúsugar.
Hekla: Pabbi. Vertu ekki með þessa vitleysu. Lús er vandamál.
Ég: En elsku Hekla mín. Hugsaðu þér bara Snorra Sturluson. Andvaka af kláða skrifaði hann Eddu og Eglu. Lús er góð fyrir heilann.
Hekla: Pabbi. Þú kvartar nú alltaf yfir því þegar þú verður andvaka. Þetta hljóta að vera mjög pirraðar bækur.
Ég: Nei þetta eru mestu rit íslandsögunnar .
Hekla: Lús er vandamál eins og reykingar. Hvenær ætlar þú að hætta að reykja?
Ég: Við vorum ekkert að tala um það.
Hekla: Nei en ég vil vita það
Snörunni hafði verið smeygt lymskulega um hálsinn á mér og ég fann hana herðast að. Nú þurfti að koma með útspil sem myndi kæfa þetta í fæðingu.
Ég: Allar stelpurnar í Nylon eru með lús.
Hekla: Reyndu ekki að plata mig svona. Hvenær ætlar þú að hætta? Þú hefur oft sagt að þú ætlir að gera það.
Það var aðeins eitt að gera. Standa upp og leita að lúsakambinum og vona að hún myndi gleyma þessu.
Ekki fengum við lús. En eftir þetta er alltaf horft á mig með ísköldu augnaráði þegar ég klóra mér í hausnum. Svona eins og þær haldi að ég vinni að því að ættleiða mér lítinn lúsarunga. Eitt lærði ég þó á þessu. Ég verð ekki frjáls maður fyrr en ég hætti að reykja.
Ég: Veistu það Hekla að allar hetjur íslendingasagnanna voru grálúsugar.
Hekla: Pabbi. Vertu ekki með þessa vitleysu. Lús er vandamál.
Ég: En elsku Hekla mín. Hugsaðu þér bara Snorra Sturluson. Andvaka af kláða skrifaði hann Eddu og Eglu. Lús er góð fyrir heilann.
Hekla: Pabbi. Þú kvartar nú alltaf yfir því þegar þú verður andvaka. Þetta hljóta að vera mjög pirraðar bækur.
Ég: Nei þetta eru mestu rit íslandsögunnar .
Hekla: Lús er vandamál eins og reykingar. Hvenær ætlar þú að hætta að reykja?
Ég: Við vorum ekkert að tala um það.
Hekla: Nei en ég vil vita það
Snörunni hafði verið smeygt lymskulega um hálsinn á mér og ég fann hana herðast að. Nú þurfti að koma með útspil sem myndi kæfa þetta í fæðingu.
Ég: Allar stelpurnar í Nylon eru með lús.
Hekla: Reyndu ekki að plata mig svona. Hvenær ætlar þú að hætta? Þú hefur oft sagt að þú ætlir að gera það.
Það var aðeins eitt að gera. Standa upp og leita að lúsakambinum og vona að hún myndi gleyma þessu.
Ekki fengum við lús. En eftir þetta er alltaf horft á mig með ísköldu augnaráði þegar ég klóra mér í hausnum. Svona eins og þær haldi að ég vinni að því að ættleiða mér lítinn lúsarunga. Eitt lærði ég þó á þessu. Ég verð ekki frjáls maður fyrr en ég hætti að reykja.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home