http://www.makepovertyhistory.org

Wednesday, January 05, 2005

Hjálparkall undan sænginni

Mikið hrikalega er leiðin úr rúminu niður á tvo jafnfljóta þungfær þessa dagana. Meðan að aðrir meðlimir heimilissins spretta upp eins og stálfjaðrir og hefja daginn á kröftugum tannhreinsunum, flóknum hárgreiðslum og staðgóðum morgunverði, jafnvel algjörlega koffín og nikótínlausir, liggur karlmennið á heimilinu (þar sem ég er eini karlkyns einstaklingurinn á heimikinu fellur það í minn hlut) óvenju fölur og með eindæmum úrillur bölvandi sólinni fyrir óvenjuhraðan gang sinn.Eftir tvo bolla af kaffi byrjar svo að rofa til og er þá venjulega gerð sú stórmerkilega uppgvötun að sennilegast sé ég orðin oggulítið of seinn af stað, þá er lítið annað að gera en að rjúka út, missa af strætó og koma aftur heim og ná tveim kaffi í viðbót þar til að rútínan byrjar aftur.



Sem betur fer skánar nú venjulega dagurinn eftir að komist hefur verið til vinnu og búið að smakka aðeins á kaffinu þar.


En af hverju er nú Bjarni Magnússon með þetta þunglyndisvæl fyrir alþjóð?
Jú þannig er mál með vexti að ég hef rifið lokk úr hala mínum og lagt svo á og mælt um að ég verði sá morgunhressasti austan Breiðholtsbrautar nema þá fyrir utan Árna Johnsen sem ku vera ofvirkur allsvakalega og eiga heimili í póstnúmerinu.

Hugsast getur að haldin verði dagbók um þetta átak mitt hér á síðunni,og eru allar ábendingar um leiðir til morgunhressleika afskaplega vel þegnar auk þess sem það væri afskaplega hressandi að fá nokkrar klappstýrur til að peppa mann upp á morgnana.

Með kærri kveðju.Hinn föli faðir


|

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sé að enginn hefur ómakað sig við að kommenta á bloggið þitt og ákvað að bæta snarlega úr því með því að verða fyrst til að kommenta á þín hreint frábæru skrif (ég er samt ekki föl). Megir þú blogga sem mest.
Ástarkv. Sigrún ósk

9:40 pm  

Post a Comment

<< Home