Heima er best (ef maður á heima)
Þegar maður flytur er það góð regla að byrja að pakka nokkrum vikum áður en að flutningsdegi kemur. Að losa sig við allt drasl og vera búin að redda mannskap í verkið, sendibíl og 10 lítrum af kaffi. Ég ætti að vera farinn að vita þetta, er jú að flytja í þriðja skiptið á einu ári eða síðan í Maí 2004 og í 10 skipti á seinustu 7 árum. En alltaf kemur það mér jafn mikið á óvart að ég sé að fara að flytja, Það hellist venjulega yfir mig svona þrem dögum áður. Ligg kannski upp í sófa voða afslappaður pælandi í að það væri mikið betra að hafa vegginn fyrir aftan sjónvarpið bleikann með grænum doppum (eða öfugt) þá kemur það allt í einu. Aaaaarrrrrrgggggghhhhhh
ég er að fara að flytja á sunnudag. Gríp símann og spái í smá stund í að hringja í leigusalann minn og segja henni að því miður hafi ég greinst með fuglaflensu og hafi verið setur í sóttkví í þrjá mánuði og geti því hreinlega ekki afhent íbúðina bara út af hagsmunum þjóðarinnar. En hún myndi ábyggilega biðja um vottorð eða hringja í fréttaskotið hjá DV og ég myndi sitja í ískaldri súpunni án kútanna minna eða korksins. Svo ég hringi í móður mína í staðinn. Það hefur nefnilega ekki gengið sem best að finna nægilega vel að finna viðunnandi hýbíli fyrir okkur, eða kanski frekar þokkalega geðgóðan og áreiðanlegan leigusala. Er voða kurteis í símann, hrósa mömmu fyrir hvað hún sé ungleg og hnittin, réttsýn og örlát, að það sé hreinlega umtalað hvurslags glæsikvendi hún sé. Og svo sé hún líka svo rík af húsnæði. Að hún eigi alveg 8 fermetra herbergi sem mætti nú alveg nýta betur. Heyri að áhugi mömmu kviknar, þetta herbergi hefur nefnilega verið afskaplega viðkvæmt mál í gegn um árin, hefur staðið hálffullt af drasli sem bíður sorpuferða og þess að vera sótt (aðallega af mér þó). Eftir að hafa hlustað á mömmu segja frá draumum sínum um að hafa tölvuborð og gestarúm, jafnvel bókahillu og góðan lesstól inn í þessu herbergi kemst ég loksins að. En mamma mín segi ég, það er hægt að nýta þetta herbergi svo miklu betur. Til dæmis undir þriggja manna fjölskyldu. Og áður en að hún nær að grípa fram í segi ég henni hvað þessi fjölskylda sé afskaplega fyrirferðalítil, þrifaleg, hljóðlát og þægileg í alla staði, að hún muni varla vita af henni þarna á neðri hæðinni. Bjarni, segir ísköld rödd hinummegin á línunni, ertu að reyna að lýsa fjölskyldunni þinni? Já það mun vera svo frú hvísla ég svo lágt að varla heyrist, og uppsker langa ræðu um hvurslags sóði ég hafi verið sem unglingur og alltaf hlustandi á þetta helvítis garg svo hátt að rúður í næstu götum nötruðu í takt við nágranna okkar. En eftir að hún er búin að skamma mig segir hún mér að auðvitað séu Hekla litla og Sigrún velkomnar og páfagaukurinn líka, og ég verði sennilegast að fá að fylgja með þó að það fylgi því nú nokkur loforð umumgengni. Þá er aðalvandinn samt eftir. Að tilkynna frúnni að ég hafi fundið húsnæði handa okkur. Á rólegum og góðum stað í hverfinu, nálægt skólanum og vinnunni hennar. Stutt í bakarí, sjoppu og búð, góður skjólgóður garður og einstaklega vinalegir nágrannar. Heima hjá tengdaforeldrum hennar. Dreif mig svo strax út í búð að sækja kassa. Keypti blómvönd í leiðinni og tók mér góðan tíma í að velja kassa með glaðlegum og litríkum myndum. Þegar ég kom heim sat hún enn á stólnum, sama sígarettan löngu orðin aska milli fingrana á henni. Augun fjarlæg og húðin föl. Ég rak blómvöndinn upp að nefinu á henni tók í hendina á henni og leiddi hana inn í rúm. Ég held að hún sé að jafna sig á þessu núna allavega er hún farin að reka mig áfram með harðri hendi í pökkuninni. Jæja við flytjum allavega á morgun, fyrst þurfum við reyndar að klára að pakka, redda okkur mannskap og farskjóta, fara í eina skírn og sækja Heklu úr pössun en ég er nú samt bjartsýnn á þetta. Get verið algjör meistari í Pollyönuleik þegar ég vil það. Þetta verður jú allt búið á mánudag.
Þangað til að við finnum okkur íbúð
ég er að fara að flytja á sunnudag. Gríp símann og spái í smá stund í að hringja í leigusalann minn og segja henni að því miður hafi ég greinst með fuglaflensu og hafi verið setur í sóttkví í þrjá mánuði og geti því hreinlega ekki afhent íbúðina bara út af hagsmunum þjóðarinnar. En hún myndi ábyggilega biðja um vottorð eða hringja í fréttaskotið hjá DV og ég myndi sitja í ískaldri súpunni án kútanna minna eða korksins. Svo ég hringi í móður mína í staðinn. Það hefur nefnilega ekki gengið sem best að finna nægilega vel að finna viðunnandi hýbíli fyrir okkur, eða kanski frekar þokkalega geðgóðan og áreiðanlegan leigusala. Er voða kurteis í símann, hrósa mömmu fyrir hvað hún sé ungleg og hnittin, réttsýn og örlát, að það sé hreinlega umtalað hvurslags glæsikvendi hún sé. Og svo sé hún líka svo rík af húsnæði. Að hún eigi alveg 8 fermetra herbergi sem mætti nú alveg nýta betur. Heyri að áhugi mömmu kviknar, þetta herbergi hefur nefnilega verið afskaplega viðkvæmt mál í gegn um árin, hefur staðið hálffullt af drasli sem bíður sorpuferða og þess að vera sótt (aðallega af mér þó). Eftir að hafa hlustað á mömmu segja frá draumum sínum um að hafa tölvuborð og gestarúm, jafnvel bókahillu og góðan lesstól inn í þessu herbergi kemst ég loksins að. En mamma mín segi ég, það er hægt að nýta þetta herbergi svo miklu betur. Til dæmis undir þriggja manna fjölskyldu. Og áður en að hún nær að grípa fram í segi ég henni hvað þessi fjölskylda sé afskaplega fyrirferðalítil, þrifaleg, hljóðlát og þægileg í alla staði, að hún muni varla vita af henni þarna á neðri hæðinni. Bjarni, segir ísköld rödd hinummegin á línunni, ertu að reyna að lýsa fjölskyldunni þinni? Já það mun vera svo frú hvísla ég svo lágt að varla heyrist, og uppsker langa ræðu um hvurslags sóði ég hafi verið sem unglingur og alltaf hlustandi á þetta helvítis garg svo hátt að rúður í næstu götum nötruðu í takt við nágranna okkar. En eftir að hún er búin að skamma mig segir hún mér að auðvitað séu Hekla litla og Sigrún velkomnar og páfagaukurinn líka, og ég verði sennilegast að fá að fylgja með þó að það fylgi því nú nokkur loforð umumgengni. Þá er aðalvandinn samt eftir. Að tilkynna frúnni að ég hafi fundið húsnæði handa okkur. Á rólegum og góðum stað í hverfinu, nálægt skólanum og vinnunni hennar. Stutt í bakarí, sjoppu og búð, góður skjólgóður garður og einstaklega vinalegir nágrannar. Heima hjá tengdaforeldrum hennar. Dreif mig svo strax út í búð að sækja kassa. Keypti blómvönd í leiðinni og tók mér góðan tíma í að velja kassa með glaðlegum og litríkum myndum. Þegar ég kom heim sat hún enn á stólnum, sama sígarettan löngu orðin aska milli fingrana á henni. Augun fjarlæg og húðin föl. Ég rak blómvöndinn upp að nefinu á henni tók í hendina á henni og leiddi hana inn í rúm. Ég held að hún sé að jafna sig á þessu núna allavega er hún farin að reka mig áfram með harðri hendi í pökkuninni. Jæja við flytjum allavega á morgun, fyrst þurfum við reyndar að klára að pakka, redda okkur mannskap og farskjóta, fara í eina skírn og sækja Heklu úr pössun en ég er nú samt bjartsýnn á þetta. Get verið algjör meistari í Pollyönuleik þegar ég vil það. Þetta verður jú allt búið á mánudag.
Þangað til að við finnum okkur íbúð
0 Comments:
Post a Comment
<< Home