http://www.makepovertyhistory.org

Thursday, February 17, 2005

Ál eða álf?

Andinn virðist ekki vera á sveimi um Vesturberg 78. Allavega hefur hann ekki verið að steypa sér mikið yfir mig undanfarna daga. Ég settist niður áðan og byrjaði að skrifa afskaplega langan pistil um trúleysi mitt, en komst að því að hann var svo leiðinlegur að ég nennti ekki einu sinni að lesa yfir hann sjálfur auk þess sem hann endaði á því að ég var farinn að lofsyngja Biblíuna og messuhald. Og síðan hef ég hef ákveðið að verða trúaður maður. Ég ætla að trúa á huldufólk.Verða svona súperklikk einstaklingur sem biður um leyfi áður en hann sest á steina og skilur hurðina eftir opna á gamlárskvöld. Kanski hætti ég að vinna og fer að ferðast um landið og hlekkja mig við stórvirkar vinnuvélar til að bjarga álfabyggðum, sprengja upp spennistöðar og brenna rafmagnstaura vegna þess að álfum sé illa við ljósaperur og þungarokk. Síðan gæti ég hnakkrifist opinberlega við formann tröllavinafélagsins um yfirgang tröllanna og frekju, mætt með borða á Alþingi sem á stæði "álf ekki ál". Kannski verð ég bara ofsatrúarmaður þó að þeir hafi nú ekki verið efst á vinsældarlistanum hjá mér í gegn um tíðina. Jæja ég ætla að fara að lúlla og athuga hvort að það komi ekki álfadís til mín í draumum mínum og gefi mér fyrirmæli. góða nótt.
|

0 Comments:

Post a Comment

<< Home