http://www.makepovertyhistory.org

Monday, January 31, 2005

þrítugastaogfyrstadagsblús

"Brennivínið búið, blómið dautt" sagði alkinn þegar allt var komið í þrot á hans heimili. Hinum föla föður dettur þessi setning stundum í hug þegar að fer að nálgast lok mánaðarins. Sem sagt algjört núll eftir enn einn uppskerubrestinn á peningaakrinum. Það er á svona dögum sem að fjölskyldan stendur fyrir framan ísskápinn og virðir fyrir sér fagurlega hannaðar hvítar hillurnar.

Hin föli: Ætli það sé hægt að steikja tómatsósu?
Frúin: Eflaust,við eigum hvítlauk og smá ost.
Hin föli: Noh... Mér sýnist að við eigum bara allt sem þarf í föli special, ég get kanski fundið einhverja brauðenda í frystinum.
Frúin: Æ Bjarni ekki það óæti, þú ert rétt nýbúinn að jafna þig í maganum eftir að þú eldaðir föli's special seinast.

Heimasætan svakasæta Hekla kemur að.

Hekla: Heyrði ég einhvern minnast á föla's special.
Hin föli: Þú heyrðir rétt ungfrú, rétturinn í kvöld verður borin fram á brauðbeði með kraftmikilli soyasósu og skreittur með aloe vera.
Hekla: Var ekki soyasósan löngu útrunnin og aloe vera blómið dautt?

Löng þögn.

Frúin: Hekla hringdu í ömmu þína og segðu henni hvað pabbi þinn er að gera.

Og að sjáfsögðu kemur amman til hjálpar á elleftu stundu, rétt áður en sá föli skellir tómatsósunni í ofninn.

En á morgun er fyrsti feb. Fyrsta dag hvers mánaðar er skylda að eyða eins miklu af peningum og maður mögulega getur. Svona til að vera eins og allir hinir.Það er líka hægt að gera rosa góð kaup á þessum útsölum. Manni vantar alltaf eitthvað smotterí úr epal eða eitthvað aðeins flottara en Jens Pétur vinur okkar á. Hann var að fá sér nýja tölvu, helvítið af honum.

Note to self. Kaupa nýtt aloe vera blóm og soyasósu, athuga stöðuna á hvítlauk og setja eina 500 ml tómatsósu í frystinn.
|

0 Comments:

Post a Comment

<< Home