http://www.makepovertyhistory.org

Tuesday, February 01, 2005

Af hverju ekki Stjána stuð?

Ég veit ekki hvort ég á að vera óendanlega kátur eða hryggur. Hluti af mér vill valhoppa um, baka pönnukökustæður og syngja hátt og falskt meðan að hinn hlutann af mér langar helst til að gerast þunglyndur landflóttamaður. Það hefur gerst. Það sem allir Íslendingar hafa látið sér detta í hug en enginn hefur óskað sér í raun og veru. Guðni Ágústson er forsætisráðherra. Reyndar bara í viku en hann er samt forsætisráðherra. Ætli Stjáni stuð hafi verið of upptekinn? Þetta sýnir nú samt hvað Íslendingar eru í raun og veru gott fólk. Eftir að hafa leyft Guðna að vera í töluverðan tíma í landbúnaðarráðuneytinu (þar sem er ekki með neinu móti hægt að klúðra neinu það er allt í klessu hvort sem er og með öllu óheimilt að laga það) leyfum við honum að vera forsætisráðherra. Og kannski er það sorglega við þetta að hann getur varla klúðrað neinu þar heldur. Hvernig ætli að Guðni hefði tekið á öryrkjamálinu, fjölmiðlafrumvarpinu eða kennaraverkfallinu? Kannski hefði hann bara sagt öryrkjum að íslenska kindin væri nægjusöm og falleg skepna, fjölmiðlum að hver sé ber að baki nema bróður eigi og kennurum að góður bóndi sinni fé sínu af natni. Kannski er bara framtíð í þessu, kannski ættum við bara að hafa Halldór úti í löndum, Davíð hlýtur að hafa lánað honum einhverjar ferðabækur. Og ef allt fer í klessu og þjóðin verður ósátt þá getur Guðni alltaf farið og kysst belju, þá verða allir kátir aftur.
|

0 Comments:

Post a Comment

<< Home