Ellin spyr ekki um aldur
Ég hef elst um 20 ár síðan í seinustu viku. Hárið á mér er farið að grána, litlir hárbrúskar farnir að gægjast út úr eyrunum á mér og augnabrúnirnar orðnar samvaxnar. Mér fannst ég vera ungur maður sem ætti allt lífið eftir en það breyttist hraðar en ég hefði nokkurn tímann trúað. Ástæðan fyrir þessari skyndilegu elli minni er lítið barn. Dóttir elstu systur minnar varð mamma í seinustu viku, mamma mín varð langamma, systir mín varð amma og ég. Ég varð ömmubróðir. Maður á ekki að verða ömmubróðir fyrir þrítugt, það er svona eins og að fá áhuga á ættfræði í tíunda bekk. Þetta var líka mjög svo ónotaleg áminning um að barnsmóðir eldri dóttir minnar varð vanfær þegar hún var aðeins fjórtán ára. Ef eldri dóttir mín myndi feta í fótspor móður sinnar yrði ég afi eftir þrjú ár. Ég ætla bara rétt að vona að ég verði búin að finna mér íbúð þá. Það væri frekar ömurlegt að verða afi og búa heima hjá mömmu og pabba. Afar eiga að eiga sitt eigið hús, bíl og tuttugu ára sjómennsku að baki, vera með myndarlegan skeggvöxt og helst laglega ístru. Og almáttugur ég er að fara að ferma eftir tvö ár, það virðist kannski ekki stórvægilegt við hliðina á hinu öllu en fermingin er óumflýjanleg. Kanski verð ég ekki afi fyrir eftir tuttugu ár. Hinn föli faðir er ómannblendinn allrosalega, að hitta fjórar manneskjur í einu getur verið hreinasta kvalræði. Að þurfa að halda fermingarveislu er eins og að bryðja glerbrot inn í örbylgjuofni með bilaðri hurð. Ekkert hægt að stinga af eftir að hafa borðað á sig gat eða skrópa í kirkjunni.
Svo virðist sem að mjög svo ótímabær öldrun mín sé með öllu óumflýjanleg. Mér hefur reyndar dottið í hug að hægt væri að frysta börnin mín í kannski svona fimm til tíu ár en sennilegast er það ómannúðlegt. Mér hefur líka dottið í hug að láta klukkurnar mínar ganga á fjórföldum hraða en strætóferðir eru ekki nógu tíðar til að það gangi. Ég hef því komist að þeirri niðurstöðu að eina leiðin sem sé fær fyrir mig sé að taka ellinni fagnandi. Mjög fagnandi. Lita hárið á mér grátt, fara að reykja pípu, lesa ekkert nema ævisögur og lífsreynslusögur, fara að ganga í mokkasíum með staf og helst temja mér að smjatta og sötra af krafti. Síðan þarf ég auðvitað að fara til læknissins og útskýra fyrir honum að ég hreinlega verði að fá Viagra hjá honum, ég eigi svo unga konu.
Svo virðist sem að mjög svo ótímabær öldrun mín sé með öllu óumflýjanleg. Mér hefur reyndar dottið í hug að hægt væri að frysta börnin mín í kannski svona fimm til tíu ár en sennilegast er það ómannúðlegt. Mér hefur líka dottið í hug að láta klukkurnar mínar ganga á fjórföldum hraða en strætóferðir eru ekki nógu tíðar til að það gangi. Ég hef því komist að þeirri niðurstöðu að eina leiðin sem sé fær fyrir mig sé að taka ellinni fagnandi. Mjög fagnandi. Lita hárið á mér grátt, fara að reykja pípu, lesa ekkert nema ævisögur og lífsreynslusögur, fara að ganga í mokkasíum með staf og helst temja mér að smjatta og sötra af krafti. Síðan þarf ég auðvitað að fara til læknissins og útskýra fyrir honum að ég hreinlega verði að fá Viagra hjá honum, ég eigi svo unga konu.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home