http://www.makepovertyhistory.org

Wednesday, March 09, 2005

Rokkstjörnuheilkenni og rasismi strætóstjóra

Strætóstjórar eru undarleg stétt. Þeir eru míní súperstjörnur hvunndagsins. Menn sem alltaf er beðið eftir, ef þeir skreppa í kaffi er beðið eftir þeim þegar þeir koma aftur, ef þeir lenda á rauðu ljósi er beðið eftir þeim á næstu stoppistöð og ef þeir sjást ganga að bílnum sínum er undantekningalaust hópur af fólki á eftir þeim. Síðan eru það strætóstjóragrúppíurnar, sem hanga alltaf fermst í vagninum og daðra við vagnstjórann,svo stórglæsilegan með speglasólgleraugun og í einkennisbúningnum sínum með látúnshnöppunum og spælunum. En sumir strætóstjórar höndla ekki búninginn og breitast í yfirvald. Þennan leiðindar aukakvilla einkennisbúninga þekkjum við líka frá td. öryggisvörðum, stöðumælavörðum, já og auðvitað skátum. Hjá margumræddum strætóstjórum brýst þetta út á afar hvimleiðan hátt. Fólk er skilið eftir í 20 stiga frosti og hagléli vegna þess að græna kortið rann út fyrir 7 tímum eða þeim vanti 20 kr. upp á fargjaldið, sumum er hent út fyrir þann hræðilega glæp að súpa á svaladrykk í vagninum tala nú ekki um ef viðkomandi sýnir svo svívirðilegan brotavilja að narta í banana. Þessir menn eru líka rétthærri í umferðinni en annað fólk, kannski doldið lógískt en samt ekki raunveruleikinn. Mér finnst að bílstjórar sem eru í vinnu fyrir almenning eigi að vera til fyrirmyndar í umferðinni. Ég hef til dæmis aldrei séð strætó stoppa fyrir gangandi vegfarendum. Aldrei. Hvort sem það hefur verið gangbraut eða ekki, en ég hef margoft séð strætó vera ansi nærri því að keyra á gangandi vegfarendur. En auðvitað eru margir bílstjórarnir líka algjör gull. Eins og sá sem keyrir mig oft í vinnuna á morgnana og tekur aukarúnt með mig út af leið til að ég þurfi ekki að ganga eins langt eða sá sem stillir útvarpið í botn þegar Gerður B. Bjarklind byrjar með óskastundina í útvarpinu. En ég held að Strætó BS ætti að reyna að ala suma af þeim betur upp. Menn í þjónustustörfum eiga helst ekki að vera fúllyndir,frekir,taugaveiklaðir rasistar með mikilmennskubrjálæði. Það er nú einu sinni allra hagur að almenningssamgöngur séu sem mest notaðar.
|

0 Comments:

Post a Comment

<< Home