Ég vil ekki vera naglfastur
Það er ein mínúta í að föstudagurinn langi sé liðinn þegar ég skrifa þetta. Lyklaborðið er gegnblautt af tárum mínum og ekkasogin í mér hljóma eins og í sjóveikri fílahjörð í kafbát. Ég er samt ekki trúaður maður, en ég hef ómælda meðaumkvun með þessum kollega mínum úr trésmíðinni sem vegna bágra launakjara hraktist úr starfi og fór að ganga um hálfnakinn og tautandi. Þessi maður endaði svo lífið við aðstæður sem alla trésmiði dreymir ægilegar martraðir um. Hann var negldur á spítu sem hann var sjálfur látinn bera á tilætlaðan framkvæmdastað. Já aumingja Jesú. Með fjórum nöglum varð hann naglföst eign mannkynsins.Þrátt fyrir algjört trúleysi mitt finnst mér hann Jesú fallegur maður með fallegar hugsjónir. Verst með þessar ranghugmyndir hans um föður sinn, meintan skapara alls, þann sem kallar sig því undarlega nafni Guð.
Ég er nefnilega dolítill sökker fyrir frelsaranum t.d. safna ég af honum myndum. Jesú með börnunum, Jesú með lærisveinunum, Jesú með lömbunum eða að halda fjallræðuna eru myndefni mér að skapi. Allt nema Jesú á krossinum með níu tommu naglana í gegnum hendur og fætur. Ég held að ég eigi ekki einn einasta kross með honum á eða mynd. Sennilegast minnir það mig of mikið á að ég er strandaglópur í þessu fagi mínu án alls áhuga míns á því og að ég hef ekki hugmynd um hvað í ósköpunum ég á að gera ef ég hætti að smíða. Af hverju í ósköpunum gátu þeir ekki brennt hann á báli eða grýtt hann til dauða? Þá væri ég kannski frelsaður maður í dag og farinn að læra geimréttarhagfræði.
Ég er nefnilega dolítill sökker fyrir frelsaranum t.d. safna ég af honum myndum. Jesú með börnunum, Jesú með lærisveinunum, Jesú með lömbunum eða að halda fjallræðuna eru myndefni mér að skapi. Allt nema Jesú á krossinum með níu tommu naglana í gegnum hendur og fætur. Ég held að ég eigi ekki einn einasta kross með honum á eða mynd. Sennilegast minnir það mig of mikið á að ég er strandaglópur í þessu fagi mínu án alls áhuga míns á því og að ég hef ekki hugmynd um hvað í ósköpunum ég á að gera ef ég hætti að smíða. Af hverju í ósköpunum gátu þeir ekki brennt hann á báli eða grýtt hann til dauða? Þá væri ég kannski frelsaður maður í dag og farinn að læra geimréttarhagfræði.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home