Sjónvarpsóstjórn inmemorium
Ég bíð spenntur eftir að sjónvarpstjórastaða RÚV verði auglýst laus, ég hef nefnilega ákveðið að sækja um. Markús er svo sem ekki alslæmur þar sem hann situr í stólnum sínum og gerir ekkert af sér. Kannski gerir hann bara ekki neitt. Það fyrsta sem ég mun gera er að biðja auglýsendur að snúa sér eitthvað annað. Að þessi stofnun sé að stórum hluta rekin á auglýsingum er auðvitað hneyksli og enn verra finnst mér að það séu fengnir kostendur á þætti.
Eftir að ég verð búin að redda þessu prinsipp máli mun ég einbeita mínum vel fókuseraða huga að íslenskri dagskrárgerð. Ég held að hún sé nánast ekki til hjá ríkissjónvarpinu. Finnst ykkur ekki forkastanlegt að taka gamalt flopp eftir Hrafn G. og búta það niður í þætti eða að kaupa einfalt efni eins og Maður er nefndur á margar millur? Á að leyfa pólitíkus eins og Gísla Marteini að hafa skemmtiþætti og finnst einhverjum spaugstofan svo mikið sem brosleg? Af hverju þessi stutti útsendingatími, væri ekki nær að endursýna t.d. Stiklur og gömul áramótaskaup á nóttinni? Eru spurningar sem ég mun spyrja yfirmenn íslenskrar dagskrárgerðar. Meðan að fólkið væri að meðtaka þessa augljósu speki mun ég síðan skella fram hugmyndum af nokkrum þáttum sem ég er viss um að íslendingum dauðklæjar í augntóftinar að sjá.
Nr 1.Innbrot útbrot. Lalli Johns brýst út af hrauninu vikulega og brýst inn í hús að vali þjóðarinnar sem verður valið með sms kosningu.
Nr 2. Á túr með Tóta. Þórhallur Tyrfingsson sýnir gamalkunna takta þar sem hann slagar niður Laugarveginn og talar um gamla tíð. Aldrei nógu mikið af sagnfræði í sjónvarpi.
Nr 3. Geir er góður. Geir Haarde tekur á móti símtölum frá öryrkjum og láglaunafólki og kennir því að spara. Eftir nokkra þætti gæti þessum titli verið breytt í Geir grefur sér gröf.
Nr 4. Gunnar guðrýnir. Gunnar í krossinum fer í kirkjur landsins, fær sér messuvín með prestunum og gagnrýnir messuhaldið.
Þegar ég verð búinn að koma þessu öllu í framleiðslu læt ég nokkra hausa úr afnotadeildinni sem hafa gert mér lífið leitt um dagana fjúka.
Svo er það áramótaávarpið. Ekkert Skriðuklaustur fyrir mig takk. Tekið upp á blússandi ferð í strætó þar sem ég send á einum fæti á kassa eftir að hafa svindlað mér inn. Tala um gildi sjónvarps í nútímanum og lofa vönduðu alíslensku ofbeldi, erótískum þáttum með íslenskum leikurum, að fá glamúrgellu í stundina okkar. Síðan mun ég tilkynna að Megas hafi verið gerður að fréttastjóra RÚV, Gerður B. Bjarklind að tónlistastjóra og að Jónsi í Sigurrós muni hér eftir gaula inn á stillimyndina. Ég er þess fullviss að það verður auðsótt mál að fá þetta djobb. Eða vitið þið um einhvern sem myndi standa sig betur?
Eftir að ég verð búin að redda þessu prinsipp máli mun ég einbeita mínum vel fókuseraða huga að íslenskri dagskrárgerð. Ég held að hún sé nánast ekki til hjá ríkissjónvarpinu. Finnst ykkur ekki forkastanlegt að taka gamalt flopp eftir Hrafn G. og búta það niður í þætti eða að kaupa einfalt efni eins og Maður er nefndur á margar millur? Á að leyfa pólitíkus eins og Gísla Marteini að hafa skemmtiþætti og finnst einhverjum spaugstofan svo mikið sem brosleg? Af hverju þessi stutti útsendingatími, væri ekki nær að endursýna t.d. Stiklur og gömul áramótaskaup á nóttinni? Eru spurningar sem ég mun spyrja yfirmenn íslenskrar dagskrárgerðar. Meðan að fólkið væri að meðtaka þessa augljósu speki mun ég síðan skella fram hugmyndum af nokkrum þáttum sem ég er viss um að íslendingum dauðklæjar í augntóftinar að sjá.
Nr 1.Innbrot útbrot. Lalli Johns brýst út af hrauninu vikulega og brýst inn í hús að vali þjóðarinnar sem verður valið með sms kosningu.
Nr 2. Á túr með Tóta. Þórhallur Tyrfingsson sýnir gamalkunna takta þar sem hann slagar niður Laugarveginn og talar um gamla tíð. Aldrei nógu mikið af sagnfræði í sjónvarpi.
Nr 3. Geir er góður. Geir Haarde tekur á móti símtölum frá öryrkjum og láglaunafólki og kennir því að spara. Eftir nokkra þætti gæti þessum titli verið breytt í Geir grefur sér gröf.
Nr 4. Gunnar guðrýnir. Gunnar í krossinum fer í kirkjur landsins, fær sér messuvín með prestunum og gagnrýnir messuhaldið.
Þegar ég verð búinn að koma þessu öllu í framleiðslu læt ég nokkra hausa úr afnotadeildinni sem hafa gert mér lífið leitt um dagana fjúka.
Svo er það áramótaávarpið. Ekkert Skriðuklaustur fyrir mig takk. Tekið upp á blússandi ferð í strætó þar sem ég send á einum fæti á kassa eftir að hafa svindlað mér inn. Tala um gildi sjónvarps í nútímanum og lofa vönduðu alíslensku ofbeldi, erótískum þáttum með íslenskum leikurum, að fá glamúrgellu í stundina okkar. Síðan mun ég tilkynna að Megas hafi verið gerður að fréttastjóra RÚV, Gerður B. Bjarklind að tónlistastjóra og að Jónsi í Sigurrós muni hér eftir gaula inn á stillimyndina. Ég er þess fullviss að það verður auðsótt mál að fá þetta djobb. Eða vitið þið um einhvern sem myndi standa sig betur?
0 Comments:
Post a Comment
<< Home